Gæludýr.is

Ingvi Hrafn nýr þjónustustjóri hjá VÍS á Akureyri

Ingvi Hrafn nýr þjónustustjóri hjá VÍS á Akureyri

Dalvíkingurinn Ingvi Hrafn Ingvason hefur verið ráðinn þjónustustjóri á þjónustuskrifstofu VÍS á Akureyri. Ingvi Hrafn hefur umtalsverða reynslu af tryggingum enda hefur hann starfað í 14 ár hjá félaginu, nú síðast sem viðskiptastjóri fyrirtækja, en hann hóf fyrst störf hjá VÍS árið 2007. Hann starfaði hjá Íslandsbanka á árunum 2014-2017 sem ráðgjafi fyrirtækja. Ingvi Hrafn er með BA-gráðu í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri og stúdentspróf frá Verkmenntaskólanum á Akureyri.  

Margir kannast við Ingva úr boltanum en hann keppti með Þór, KA og Dalvík á sínum yngri árum. Þrátt fyrir hækkandi aldur er okkar maður ennþá liðtækur í boltanum og gefur ekkert eftir.

Ingvi Hrafn Ingvason, þjónustustjóri VÍS á Akureyri:

„Það gleður mig mikið að hefja störf sem þjónustustjóri á skrifstofu okkar á Akureyri, höfuðstað Norðurlands. Ég hvet Norðlendinga að kíkja endilega til okkar í kaffibolla. Við viljum fara vel yfir tryggingarnar þínar svo við getum verið traust bakland í óvissu lífsins.“

Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá VÍS:

„Við erum að efla þjónustuna okkar á landsbyggðinni og þar kemur ráðning Ingva Hrafns sterk inn. Hann er reynslumikill og öflugur leiðtogi. Ég treysti því að Norðlendingar taki vel á móti okkar besta manni.“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó