Hrafnhildur ráðin deildarstjóri meðgöngu- og ungbarnaverndar hjá HSN á Akureyri

Hrafnhildur ráðin deildarstjóri meðgöngu- og ungbarnaverndar hjá HSN á Akureyri

Nýverið var Hrafnhildur Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur ráðin í stöðu deildarstjóra meðgöngu- og ungbarnaverndar hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Akureyri. Þetta kemur fram í tilkynningu HSN.

Hrafnhildur hefur starfað hjá HSN síðan árið 2018, fyrst sem hjúkrunarfræðingur í ungbarnavernd og sem deildarstjóri ungbarnaverndar í afleysingum. Um áramótin 2023-2024 tók hún tímabundið við starfi deildarstjóra sameinaðrar deildar meðgöngu- og ungbarnaverndar og í framhaldi var hún fastráðin sem deildarstjóri sömu deildar. Áður starfaði Hrafnhildur sem hjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Hrafnhildur hefur lokið B.Sc. prófi í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri auk þess að hafa klárað tvö ár af námi í iðjuþjálfun i sama skóla. Hrafnhildur er búsett á Akureyri ásamt eiginmann sínum og þremur dætrum.

Sambíó
Sambíó