NTC

Hræsnin nær nýjum hæðum þegar jólin færast nær

 

Sigurður Guðmundsson skrifar

Sigurður Guðmundsson skrifar

Sigurður Guðmundsson, kaupmaður á Akureyri skrifaði ansi áhugaverða hugleiðingu á Facebook síðu sína í gærkvöldi. Við fengum góðfúslegt leyfi Sigurðar til að birta pistilinn hér á Kaffinu. 

Umburðarlyndi fyrir suma, ekki alla.

Jæja nú eru blessuð jólin að nálgast. Tími þar sem við getum æst okkur yfir því að börn eru flutt nauðug og grátandi í kirkjur landsins á skólatíma. Foreldrar viðkomandi barna fá joðsótt eða skyrbjúg í höfuðið af tilhugsuninni einni að þetta skuli geta gerst á tímum umburðarlyndis og fjölmenningar. Froðufella af vandlætingu og saka presta landsins um að troða trú upp á saklaus börnin. Þetta er auðvitað kjaftæði. Sömu foreldrar halda jól og gefa hvort öðru gjafir. Snýta sér svo í glanspappírinn á eftir og koma með þá skýringu að jólin séu heiðin siður og hafi ekkert með trú að gera. Horfa svo á Nightmare on Elm street á aðfangadag og trúa í alvörunni að Freddy Kruger sé maðurinn. Mikið er ég þreyttur á þeirri skýringu. Sl. nokkur hundruð ár hafa jólin verið tengt kristinni trú. Þetta er ekkert flókið. Helstu stuðningsmenn fjölmenningar og kyndilberar annarra trúarbragða eða trúleysis eiga ofboðslega erfitt að sætta sig við þetta. Halda áfram í hræsni sinni að gagnrýna kristna kirkju, þjóna hennar og meðlimi safnaða. Ég veit ekki hvenær er komið nóg. Einhverra hluta vegna á kristið fólk að vera umburðarlynt gagnvart öllu í kringum sig. Öðrum trúarbrögðum eða trúleysi en má aldrei verða þess aðnjótandi að fá að halda í sína siði og venjur án afskipta Siðmenntar eða annarra andstæðinga kirkjunnar. Þetta skil ég ekki og hef aldrei skilið. Hræsnin nær nýjum hæðum þegar jólin færast nær og nær okkur og gleðin á að vera á hverju horni. Nei, við skulum eina ferðina enn gera mál vegna heimsókna skólabarna í kirkjur landsins. Hvernig væri að þið hélduð að ykkur höndum, svona einu sinni. Hættið að röfla yfir þessum heimsóknum sem engan skaða. Þær koma flestum í gott skap og skapar stemmingu fyrir jólunum. Sú hátið var oftast kennd við börnin, sem þið eigið örugglega einhverjar fallegar minningar um úr ykkar eigin æsku. Hvað gerðist síðan veit ég ekki. En endilega látið þennan gleðilega og uppbyggjandi sið í friði.

Lifið heil

Sjá einnig: ,,Sama hvað þið hin segið þá get ég VEL haldið jól án þess að trúa á Harry Potter, úps, ég meina Jesús“

 

Sambíó

UMMÆLI