Höldur ehf., sem rekur meðal annars Bílaleigu Akureyrar, hagnaðist um 1,8 milljarða króna á síðasta ári og nánast tvöfaldaði hagnað sinn frá fyrra ári. Tekjur námu 13,5 milljörðum króna og jukust um 5,2 milljarða milli ára. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu.
Í ársreikningi sem vitnaði er í í Viðskiptablaðinu segir að með góðum upplýsingakerfum, breiðum bílaflota og öflugu starfsfólki telji stjórnendur að rekstrarhæfi félagsins sé tryggt um fyrirsjáanlega framtíð.
Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.
UMMÆLI