NTC

Hlaðvarpsþátturinn Vaknaðu hefur göngu sína: „Jafnréttisbaráttan mjög kær“

Hlaðvarpsþátturinn Vaknaðu hefur göngu sína: „Jafnréttisbaráttan mjög kær“

Ungu femínistarnir Ásthildur Ómarsdóttir og Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir hófu göngu sína með nýja hlaðvarpið Vaknaðu á dögunum. Í hlaðvarpinu ræða þær bæði sín á milli og við aðra einstaklinga sem tengjast jafnréttisbaráttunni og uppfærslu Íslands á einn eða annan hátt.

Í samtali við Kaffið segja þær að markmiðið sé að fá fólk til að gagnrýna samfélagið á uppbyggilegan hátt.

Ásthildur hefur verið að vinna hjá N4 fjölmiðli síðan hún byrjaði með þættina Ég um mig ásamt tónlistarmanninum Stefáni Elí í janúar 2019. Hún varð þar með yngsti dagskrágerðarmaðurinn á landinu. Undanfarið hefur hún verið í allskyns öðrum störfum á vegum N4.

Sjá einnig: Ásthildur og Stefán Elí sjá um nýjan þátt á N4

Stefanía Sigurdís hefur haldið fyrirlestra í grunn- og framhaldsskólum um femínisma og fékk styrk frá Norðurorku í janúar síðastliðnum og eins og hún segir í Instagram-færslu á síðunni þeirra vaknadu skiptir jafnréttisbaráttan hana miklu máli.

Sjá einnig: Fræðir krakka á Norðurlandi um stöðu kynjanna: „Kemur á óvart hversu lítið þau vita um þessi málefni“

„Ég tók mikinn þátt í starfinu hjá leikfélaginu og femínistafélaginu í skólanum. Ég er femínisti through and through og er jafnréttisbaráttan mér mjög kær,” skrifar Stefanía. Hún hefur verið mjög áberandi í jafnréttisbaráttunni í bænum og hefur til að mynda skrifað greinar hér á Kaffinu.

Í Vaknaðu, sem verður aðgengilegur á öllum helstu miðlum, fá þær til sín gesti á borð við Sólborgu Guðbrandsdóttur stofnanda Fávita og Þorstein V. Einarsson stofnandi Karlmennskunnar, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra auk Tinnu Haraldsdóttur og Silju Björk Björnsdóttur sem halda uppi hlaðvarpinu Kona er nefnd og fleira flott fólk sem hefur eitthvað að segja með það hvernig Íslendingar sjá samfélagið í dag.

Sjá einnig: Útrunninn Hugsunarháttur

Hægt er að hlusta á fyrsta þáttinn af Vaknaðu á Spotify hér að neðan. Einnig er hægt að fylgjast með verkefninu á Instagram undir notendanafninu vaknadu.

https://www.instagram.com/p/B8do7iMA_H8/?utm_source=ig_web_copy_link
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó