Framsókn

Hjalti Rúnar í Farðu úr bænum: „Karlar ekki jafn virkir og konur að berjast gegn kynferðislegri áreitni“

Hjalti Rúnar í Farðu úr bænum: „Karlar ekki jafn virkir og konur að berjast gegn kynferðislegri áreitni“

Hjalti Rúnar er gestur Kötu Vignis í nýjasta þætti hlaðvarpsins Farðu úr bænum sem tekið er upp í Podcast Stúdíói Akureyrar. Kata og Hjalti áttu sannarlega gott spjall en þú getur hlustað á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan.

Farðu úr bænum er nýtt hlaðvarp þar sem Kata Vignis spjallar við listamenn og fleira áhugavert fólk staðsett á Akureyri.

„Hjalti Rúnar leikari, ljúflingur og stórsnillingur mætti í spjall og fékk vatn að drekka þar sem að ég er ennþá að læra á kaffivélina, fimm þáttum síðar. Hjalti opnaði sig um samband sitt og fjölskyldu sinnar við áfengi, hvernig meðferð hafði áhrif á líf hans og hvernig hann náði stjórn á neyslu sinni. Við tókum einnig hreinskilið spjall um vangaveltur okkar varðandi það að karlar séu almennt ekki jafn virkir í því og konur að berjast gegn kynferðislegri áreitni. Af hverju eru konur mestmegnis að berjast fyrir réttlæti einar og hvað þarf að gera til að fleiri karlmenn láti í sér heyra?p.s af hverju hafa allir sem búa úti á landi æft frjálsar á einum tímapunkti eða öðrum?“ segir Kata um þáttinn sem er í spilaranum hér að neðan.

Hlaðvörp á Kaffinu eru tekin upp í Podcast Stúdíói Akureyrar

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó