Herborg og Gunnar eru íshokkífólk ársins árið 2023

Herborg og Gunnar eru íshokkífólk ársins árið 2023

Herborgu Rut Geirsdóttir og Gunnar Aðalgeir Arason eru íshokkífólk ársins 2023 hjá Íshokkísambandi Íslands. Þau eru bæði uppalin hjá Skautafélagi Akureyrar.

Herborg byrjaði sinn íshokkíferil hjá Skautafélagi Akureyrar ung að árum en fluttist til Noregs ásamt foreldrum sínum. Í Noregi spilaði hún með Spartak Warriors Sarpsborg árin 2014 – 2019.  Tímabilið 2019-2020 og 2020 -2021 spilaði hún með Troja-Ljungby í fyrstu deild kvenna í Svíþjóð.  Covid-tímabilið 2021 – 2022 kom hún til Íslands og spilaði þá með Fjölni í Hertz-deild kvenna.  Íshokkítímabilið þar á efitr, 2022 – 2023, færði hún sig til Skautafélags Akureyrar og spilaði með þeim í Hertz-deild kvenna og Úrslitakeppni kvenna þar sem hún var með stigahæstu leikmönnum liðsins.  Í dag spilar hún með fyrstu deildar kvennaliði Rögle í Svíþjóð.

Herborg byrjaði sinn landsliðsferil með A-landsliði kvenna árið tímabilið 2016 – 2017 og hefur verið fastaleikmaður í því liði síðan og keppt bæði á Heimsmeistaramótum IIHF og Undankeppni Ólympíuleikanna fyrir Íslands hönd.

Gunnar hefur spilað með Skautafélagi Akureyrar hér á landi en tímabilin 2018 – 2019 og 2019 – 2020 spilaði hann í Ontario í Kanada fyrir A21 í bæði North American Prep Hockey League og Canadian High School Hockey. Hann staldraði stutt við í Nyköpings Sports Klub í Svíþjóð covid-tímabilið 2020 – 2021 en hann kom heim til Íslands þegar öllum íþróttum var að mestu lokað í Evrópu. Tímabilin 2021 – 2022 og 2022 – 2023 spilaði hann á Íslandi með Skautafélagi Akureyrar og skoraði 21 og 29 stig þau tímabil.  Í dag spilar hann með Osby IK í þriðju deild í Svíþjóð.

Hann hefur einnig verið í öllum landsliðum Íslands, þ.e.a.s U18, U20 og A-landsliði karla.  Hann byrjaði sinn landsliðsferil með U18 landsliði Íslands tímabilið 2016 – 2017 þá rétt 16 ára gamall og hefur spilað stórt hlutverk í vörn landsliðsins undan farin misseri.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó