Helgi Már Hafþórsson Íslandsmeistari í fyrsta sinn

Helgi Már Hafþórsson Íslandsmeistari í fyrsta sinn

Helgi Már Hafþórsson vann sinn fyrsta einstaklings Íslandsmeistaratitil, vann sinn fyrsta félagsliða Íslandsmeistaratitil og sló sitt fyrsta Íslandsmet í íþróttinni á Íslandsmeistaramótinu í berboga á sunnudaginn síðastliðinn. Einnig var þetta fyrsta Íslandsmeistaramót Helga í berboga og eftir því sem er best vitað aðeins þriðja mótið sem hann hefur tekið þátt í. Kröftugir Akureyringar eru á uppleið í bogfiminni á Íslandi.

Sjá einnig: Akureyringar Íslandsmeistarar félagsliða og slógu Íslandsmet

Samantekt af árangri Helga á ÍM berboga meistaraflokki:

Íslandsmeistari – Berbogi (óháð kyni) – Helgi Már Hafþórsson – ÍF Akur Akureyri

Silfur – Berbogi karla – Helgi Már Hafþórsson – ÍF Akur Akureyri

Íslandsmeistari – Berboga félagsliðakeppni – ÍF Akur Akureyri

Íslandsmet – ÍF Akur – Berboga félagsliðakeppni meistaraflokkur – 1469 stig (metið var áður 1404 stig)

Nánar má lesa um árangur Helga á Archery.is með því að smella hér.

Sambíó
Sambíó