Heimir tekur sér frí frá dómgæslu – Einbeitir sér að KA

Handboltakappinn Heimir Örn Árnason tók fram skónna að nýju í vetur til þess að spreyta sig með KA mönnum í Grill66 deild karla. Undanfarin ár hefur Heimir dæmt í Olís deild karla í handbolta og var ásamt félaga sínum Sigurði Þrastarssyni hluti af besta dómarapari landsins á síðasta tímabili.

Eftir að Heimir staðfesti það að hann myndi spila fyrir KA urðu ákveðin lið óánægð með að hann fengi að dæma áfram í Olís deildinni þar sem sum liða sem keppa þar tefla einnig fram unglingaliði í Grill66 deildinni. Það hefði því getað komið upp að Heimir myndi lenda í því að dæma og keppa gegn sama félagi í sömu vikunni.

Heimir lék fyrsta leik KA í vetur sem var gegn ÍBV U en fór illa úr lið á putta og er því meiddur þessa stundina en það styttist í að hann verði klár í slaginn á ný.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó