NTC

Háskólinn á Akureyri tekur þátt í verkefninu NordSpace – 90 milljónir veittar í styrk vegna verkefnisins

Háskólinn á Akureyri tekur þátt í verkefninu NordSpace – 90 milljónir veittar í styrk vegna verkefnisins

Adam Fishwick, gestaprófessor Háskólans á Akureyri, mun leiða þátttöku Háskólans á Akureyri í verkefninu NordSpace, Innviðir geimsins á norðurslóðum – Umhverfi, öryggi og framtíðarsýn geimsins á norðurslóðum. Verkefnið hlaut á dögunum styrk frá norska rannsóknarráðinu (Norwegian Research Council).

Í verkefninu verða rannsökuð samfélagsleg áhrif vegna þróunar innviða í geimnum á norðurslóðum í samhengi við öryggis- og umhverfisstefnur Noregs, Svíþjóðar og Íslands.

Verkefnið er nýtt, til þriggja ára og er leitt af Katharina Glaab hjá the Norwegian University of Life Sciences (NMBU). Adam mun vera í samstarfi við rannsakendur frá NMBU, Háskólann í Osló í Noregi, Háskólann í Roskilde í Danmörku og Háskólann í Stokkhólmi ásamt rannsóknarstofnun varnarmála í Svíþjóð (Swedish Defense Research agency).

Fyrsti vinnufundur verkefnisins verður á Akureyri haustið 2023.

Hér er hægt að lesa meira um verkefnið, á ensku og norsku. 

Sambíó

UMMÆLI