Háskólinn á Akureyri mun taka þátt í verkefninu AEGEUS. Yvonne Höller, prófessor við Sálfræðideild skólans, leiðir verkefnið fyrir hönd Háskólans á Akureyri og hafa 46 milljónir verið eyrnamerktar háskólanum. Heildarstyrkur verkefnisins er yfir 400 milljónir. Þetta kemur fram á vef HA.
Markmið AEGUES (A Novel EEG Ultrasound Device for Functional Brain Imaging and Neurostimulation) er að þróa og framleiða byltingarkennda frumgerð af lækningartæki. Vonir standa til þess að verkefnið umbreyti meðferð við taugasjúkdómum á borð við flogaveiki, og hvetji til nýrrar hugsunar í rannsóknum á hugrænum taugavísindum. Nýstárleg tækni verður nýtt til að samtvinna heilaafritun og ómskoðun á höfði.
Verkefnið hlaut styrk frá Evrópska nýsköpunarráðinu í úthlutun ársins 2022 og bárust ráðinu 858 tillögur að verkefnum. Einungis 57 verkefni hlutu brautargengi sem þýðir að árangur sem þessi megi teljast afar góður.
Verkefnið hófst í mars á þessu ári og sendur til febrúar 2027. Samstarfið er leitt af Mevis, German Fraunhofer Institute for Digital Medicine og Fraunhofer Institute for Biomedical Engineering IBMT. Að verkefninu koma háskólar og fyrirtæki í Austurríki, Þýskalandi og á Ítalíu.
UMMÆLI