Handtekinn eftir að hafa kastað öðrum manni af svölum

Handtekinn eftir að hafa kastað öðrum manni af svölum

Karl­maður sem kastaði öðrum manni fram af svöl­um á Akureyri fyr­ir þrem­ur helg­um var hand­tek­inn af lög­reglu í kjöl­farið. Brotaþol­inn var flutt­ur á sjúkra­hús til aðhlynn­ing­ar með áverka. Þetta er haft eftir Birki Árnasyni, varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri á vef mbl.is.

Þar segir að málið sé enn til rannsóknar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Lögreglan greindi frá atvikinu og öðrum atvikum í umdæminu í færslu á Facebook-síðu sinni í gær þar sem lögreglan lýsti yfir áhyggjum af aukinni ofbeldishegðun í samfélginu.

Sjá einnig: Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir yfir áhyggjum af aukinni ofbeldishegðun í samfélaginu

„Þarna var manni hent fram af stiga­gangi þar sem hann fer yfir vegg og lend­ir á öðrum stigapalli,“ seg­ir Börk­ur í samtali við mbl.is. 

Hann seg­ir að brotaþol­inn hafi ekki verið í lífs­hættu en að hann hafi verið flutt­ur á sjúkra­hús með ein­hverja áverka. Börk­ur seg­ist ekki vera með upp­lýs­ing­ar um tengsl árás­ar­manns­ins og brotaþola. 

Sambíó
Sambíó