Karlmaður sem kastaði öðrum manni fram af svölum á Akureyri fyrir þremur helgum var handtekinn af lögreglu í kjölfarið. Brotaþolinn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar með áverka. Þetta er haft eftir Birki Árnasyni, varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri á vef mbl.is.
Þar segir að málið sé enn til rannsóknar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Lögreglan greindi frá atvikinu og öðrum atvikum í umdæminu í færslu á Facebook-síðu sinni í gær þar sem lögreglan lýsti yfir áhyggjum af aukinni ofbeldishegðun í samfélginu.
„Þarna var manni hent fram af stigagangi þar sem hann fer yfir vegg og lendir á öðrum stigapalli,“ segir Börkur í samtali við mbl.is.
Hann segir að brotaþolinn hafi ekki verið í lífshættu en að hann hafi verið fluttur á sjúkrahús með einhverja áverka. Börkur segist ekki vera með upplýsingar um tengsl árásarmannsins og brotaþola.