Handtaka á Húsavík vegna fíkniefnabrots

Handtaka á Húsavík vegna fíkniefnabrots

Í gær hafði lögreglan á Húsavík afskipti af aðila vegna gruns um fíkniefnamisferli. Leiddu afskiptin af sér handtöku aðilans, við leit á honum og við húsleit, fannst töluvert magn meintra ólöglegra fíkniefna. Málið er enn í rannsókn lögreglu, en telst þó upplýst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra á Facebook.

Á Vísir segir að samkvæmt Jóni Valdimarssyni, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri, hafi verið farið með manninn upp á lögreglustöð í yfirheyrslu. Honum hafi verið sleppt að skýrslutökunni lokinni og öll efnin tekin af honum