Handboltaliðin halda sigurgöngunni áfram

Sigþór Árni skoraði 5 mörk

Akureyri og KA spiluðu bæði leik í Grill66 deild karla í handbolta í gærkvöldi. Akureyri tók á móti Mílunni í Íþróttahöllinni á meðan Ungmennalið Hauka heimsótti KA heimilið. Liðin hafa bæði farið vel af stað í deildinni og unnið fyrstu tvo leiki sína.

Í Íþróttahöllinni var Mílan með 12-13 forystu í hálfleik en Akureyringar sneru taflinu sér í vil og unnu leikinn að lokum 28-25. Brynjar Hólm Gretarsson var markahæstur í liði Akureyringa með 5 mörk en Hafþór Már Vignisson, Arnór Þorri Þorsteinsson, Jóhann Geir Sævarsson og Garðar Már Jónsson skoruðu allir 4 mörk.

KA menn voru 14-11 yfir í hálfleik gegn Haukum U og kláruðu leikinn í seinni hálfleik. Lokatölur í þeim leik urðu einnig 28-25. Sigþór Árni Heimisson var markahæstur í liði KA með 5 mörk. Andri Snær Stefánsson og Jóhann Már Einarsson skoruðu 4 mörk hvor.

KA og Akureyri eru því bæði með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir 3 fyrstu leikina. Það má því búast við hörkuleik í KA heimilinu næstkomandi miðvikudag þegar Akureyringar mæta þangað. Þetta verður í fyrsta skipti sem þessi lið mætast eftir sambandsslit liðanna í sumar. Stemningin hefur verið frábær á handboltaleikjum vetrarins og verður líklega toppuð á þessum leik.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó