NTC

Hallgrímur Mar skrifar undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA

Hallgrímur Mar skrifar undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA

Hallgrímur Mar Steingrímsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn út sumarið 2025. Þetta kemur fram á vef KA í dag.

„Þetta eru stórkostlegar fréttir enda Grímsi algjör burðarás í KA liðinu og heldur betur skrifað nafn sitt í sögu félagsins,“ segir á vef KA.

Hallgrímur eða Grímsi eins og hann er oftast kallaður lék á dögunum sinn 300 leik fyrir KA og er nú kominn með 301 leik fyrir félagið í deild, bikar og Evrópu sem gerir hann að leikjahæsta leikmanni í sögu félagsins. Af þessum leikjum eru 147 í efstu deild sem er einnig félagsmet en hann hefur ekki misst af deildarleik með KA frá því að KA tryggði sér sæti í efstu deild sumarið 2016.

Hann hefur skorað 91 mark í þessum leikjum sem er einnig félagsmet. 47 af þeim eru í efstu deild sem er enn eitt metið hans hjá KA. Þá skoraði hann 500. mark KA í sögu efstudeildar síðasta sumar er hann tryggði KA 2-1 sigur á Breiðablik.

Nánar er farið yfir feril Hallgríms hjá liðini á vef KA.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó