Háhyrningar sáust á PollinumLjósmynd: Whale Watching Akureyri / Cheyenne (@cheyenne.jnssn)

Háhyrningar sáust á Pollinum

Farþegar hvalaskoðunarbátar á vegum Whale Watching Akureyri ráku upp stór augu í gærmorgun þegar þeir sáu hóp háhyrninga á Pollinum, skammt frá Akureyrarhöfn. Háhyrningar eru vissulega algengir í sjónum umhverfis Ísland, en þeir sjást afar sjaldan í Eyjafirði. Háhyrningarnir voru alls sjö talsins, tvö karldýr, þrjú kvendýr og tveir kálfar. Frá þessu segir á Facebook síðu fyrirtækisins.

Sambíó
Sambíó