Veðurstofa hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Breiðafjörð, Vestfirði og Norðurland vestra á morgun vegna storms og asahláku.
Gul viðvörun verður á Norðurlandi eystra á morgun frá hádegi, sunnan 18-23 og hviður að 38 m/s. Hvasst og hláka með talsverðri leysingu og hækkandi vatnsstöðu í ám og lækjum. Búast má við að verði flughált þegar þiðnar, segir á vef Veðurstofu Íslands.
UMMÆLI