Gugga er nýr veitingastjóri á Strikinu

Gugga er nýr veitingastjóri á Strikinu

Elísabet Ingibjörg, betur þekkt sem Gugga, er nýr veitingastjóri á veitingastaðnum Strikinu á Akureyri. Greint var frá þessu á Facebook síðu Striksins í dag. Þar segir eftirfarandi um Guggu:

Gugga kláraði sveinsprófið í framleiðslu árið 2023 og var þá einmitt nemi hjá okkur á Strikinu. Hún hefur góða reynslu þrátt fyrir ungan aldur og hefur til dæmis verið að þjóna útí Danmörku ásamt öðrum flottum stöðum.