Líkt og venjan er á Sumardaginn fyrsta fer Vorkoma Akureyrarbæjar fram í dag. Á þessum árlega viðburðir veitir Akureyrarbær hinar ýmsu viðurkenningar, auk þess sem tilkynnt er um bæjarlistamann ársins sem og sumarlistamann Akureyarbæjar. Vorkoman hófst klukkan 17:00 og er að þessu sinni haldin í Menningarhúsinu Hofi. Blaðamaður Kaffisins er á staðnum og fluttar verða fréttir af viðburðinum á meðan á honum stendur.
Fatahönnuðurinn Guðmundur Tawan Víðisson er sumarlistamaður Akureyrarbæjar 2025 en Akureyrarbær veitir sérstaka styrki til listamanna á aldrinum 18 til 25 ára á Vorkomu bæjarins á hverju ári. Sýning hans „Dýrð í Fagraskógi,“ vakti mikla athygli á dögunum, en hið fræga hjartatákn Akureyrar er mikið í forgrunni í verkum Guðmunds.