NTC

Grýtubakkahreppur auglýsir eftir samstarfsaðila til uppbyggingar ferðaþjónustu í sveitarfélaginu

Mynd: Grýtubakkahreppur.

Grýtubakkahreppur auglýsir eftir aðilum sem áhuga hafa á að bjóða uppá heilsárs ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Þetta kemur fram á heimasíðu hreppsins.
Til að styðja við heilsárs ferðaþjónustu eru einnig auglýst samhliða takmörkuð afnot af landi sveitarfélagsins til þyrluskíðamennsku frá hausti 2021, og nær afnotarétturinn til eftirtalinna jarða, þó ekki ræktarlands:

Þönglabakki (landnr.153095), Látur (landnr. 153061), Keflavík (landnr. 153057), Hóll í Þorgeirsfirði (landnr. 153046), Botn (landnr. 153027), Kaðalstaðir (landnr.153056), Gil (landnr.153034), Kussungsstaðir (landnr. 153060), Grenivík (landnr. 153035) og Hvammur 1 (landnr. 153048). Einnig á sveitarfélagið jörðina Svínárnes (landnr. 153093) að hálfu.

Áhugasamir aðilar skulu skila inn til skrifstofu sveitarfélagsins neðangreindum upplýsingum:

  • Ítarlegar hugmyndir og áætlanir um uppbyggingu ferðaþjónustu í sveitarfélaginu Grýtubakkahreppi og áætlaðan fjölda starfa sem til kunna að verða í sveitarfélaginu vegna þeirrar uppbyggingar.
  • Upplýsingar um reynslu og þekkingu viðkomandi af ferðaþjónustu og þjónustu tengdri henni auk upplýsinga um reynslu og þekkingu af þyrluskíðamennsku.
  • Áætlanir um kynningu og markaðsstarf svæðisins í heild sem valkosts í ferðaþjónustu, bæði hérlendis og erlendis.

Þess er óskað að auk þeirra upplýsinga sem óskað er hér að ofan, verði eftir atvikum lögð fram gögn er varða fjármögnun verkefna og annað sem máli kann að skipta varðandi mat á því hvort þær hugmyndir sem fram verða settar, séu raunhæfar og líklegt að þær gangi eftir.

Stefnt er að því að gefa þeim aðilum sem lýsa yfir áhuga sínum, tækifæri til þess að kynna hugmyndir sínar fyrir sveitarstjórn, áður en ákvörðun verður tekin um samstarfsaðila.

Frestur til þess að skila inn upplýsingum, í samræmi við ofangreint, er til 4. maí 2018 og skal þeim skilað til skrifstofu sveitarfélagsins að Túngötu 3, 610 Grenivík eða á netfangið sveitarstjori@grenivik.is.

Grýtubakkahreppur áskilur sér almennan rétt til að hafna öllum tilboðum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó