Græni pakki Saint Pete beint á toppinn

Græni pakki Saint Pete beint á toppinn

Akureyrski rapparinn Pétur Már Guðmundsson, Saint Pete, gaf út sína fyrstu plötu á miðnætti aðfaranótt sunnudags. Platan inniheldur sex lög sem eru öll komin á Topp 50 lista Spotify yfir mest spiluðu lög Íslands.

Vinsælasta lagið af plötunni er Tala minn skít þar sem að Saint Pete fær liðsstyrk frá Herra Hnetusmjör en lagið er það vinsælasta á Íslandi um þessar mundir.

Saint Pete hélt útgáfutónleika á Prikinu í Reykjavík á laugardaginn þar sem var fullt út að dyrum og greinilegt að margir biðu spenntir eftir útgáfu plötunnar.

Platan er pródúseruð af Hrein Orra Óðinssyni og Þormóði Eiríkssyni og framleidd í samstarfi við STICKY, plötuútgáfu á vegum Priksins.

Hlustaðu á plötuna Græni Pakkinn hér:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó