Göngugatan lokuð fyrir umferð bíla í sumar

Göngugatan lokuð fyrir umferð bíla í sumar

Göngugatan verður lokuð fyrir umferð vélknúinna ökutækja frá 1. maí til 30. september 2025. Málið var samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum á fundi bæjarstjórnar þann 18. mars síðastliðinn. Jafnframt var ákveðið að setja á göngugötuna þungatakmarkanir sem miðast við þriggja tonna heildarþunga.

Sumarið 2024 var göngugatan lokuð fyrir umferð vélknúinna ökutækja alla daga, allan sólarhringinn, frá 3. júní til loka ágúst. Aðgengi var þó tryggt fyrir P-merkta bíla, ökutæki viðbragðsaðila og aðföng rekstraraðila á afmörkuðum tíma dags.

Í netkönnun sem Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri framkvæmdi fyrir Akureyrarbæ í kjölfar lokunarinnar kom fram að meirihluti bæjarbúa var ánægður með hana.

Sambíó
Sambíó