Gréta Jóhannsdóttir ákvað fyrir þremur mánuðum að breyta um lífsstíl. Hún leitaði til einkaþjálfara með þau markmið að ná að bæta jafnvægi sitt, auka styrk sinn og þol, laga mataræðið og létta sig án þess að svelta sig. Gréta hefur á þessum tíma náð frábærum árangri en hún æfir reglulega, borðar hollan mat og hefur misst 15,5 kíló.
Kaffið heyrði í Grétu og spurði hana hvað varð til þess að hún ákvað að láta verða að þessari lífsstílsbreytingu. ,,Ég hafði alltaf haft viljann í að breyta lífsstílnum mínum og hafði oft reynt að byrja en endaði alltaf á því að hætta mjög fljótlega. Ég gat ekki staðið á öðrum fæti í eina sekúndu án þess að detta, þótti erfitt að labba upp stiga og var alltaf þreytt.“
Gréta ákvað því í september að byrja í einkaþjálfun og sér ekki eftir því. ,,Mér fannst ótrúlega auðvelt að koma mér af stað, ég var pínu hissa á því sjálf. Hjálpaði að sjálfssögðu að hafa fasta tíma hjá einkaþjálfara.“
Fyrir aðra í svipuðum sporum og Gréta var í fyrir þremur mánuðum segir hún: „Ráð mitt fyrir þá sem langar að hefja nýtt og betra líf er hreinlega bara að drífa sig af stað, af hverju að byrja á ,,morgun“ eða ,,á mánudaginn“ þegar að þú getur byrjað núna strax? Fyrsta markmiðinu mínu hefur verið náð, sem að var að losa mig við 15 kíló, ég held að sjálfsögðu áfram og mun setja mér fleiri markmið, ég er bara rétt að byrja. Mér líður svo miklu betur núna en þá, er miklu orkumeiri, liðugari og sterkari. Get ekki ímyndað mér orkulitla lífið aftur, á þessu augnabliki er ég sannfærð um að ég muni ekki falla.“
Að neðan má sjá stöðuuppfærsluna sem einkaþjálfari Grétu, Birna Baldursdóttir skrifaði á Facebook síðu sína:
UMMÆLI