Gestur Guðrúnarson hefur verið ráðinn deildarstjóri dag- og göngudeildar Sjúkrahússins á Akureyri. Tilkynnt var um þetta á Facebook síðu SAk, þar sem sagt var frá starfsferli Gests.
Gestur útskrifaðist með BA í þroskaþjálfafræðum frá HÍ og mastersgráðu í forystu og stjórn með áherslu á mannauðsmál frá Háskólanum á Bifröst. Hann starfaði sem deildarstjóri og var staðgengill forstöðumanns í búsetukjörnum fyrir fatlaða á Akureyri á árunum 2008-2019. Frá 2019 til 2023 starfaði hann sem forstöðumaður í búsetukjörnum á Akureyri og í Mosfellsbæ. Frá 2023 til loka árs 2024 starfaði Gestur sem Leiðtogi í málefnum fatlaðs fólks í Mosfellsbæ.
Gestur hefur verið virkur í félagsmálum og gegndi hann starfi framkvæmdastjóra Akureyri handboltafélags á árunum 2008-2010 en síðastliðin ár hefur Gestur verið eftirlitsmaður á vegum Handknattleikssambands Íslands á leikjum á vegum sambandsins.
Gestur var trúnaðarmaður Þroskaþjálfafélags Íslands á árunum 2011-2023 og sat í samninganefnd fyrir hönd félagsins frá árinu 2013 til 2023.
Þessi grein er skrifuð af Guðmari Gísla Þrastarsyni, nemanda í Verkmenntaskólanum á Akureyri