Eins og lesendur hafa eflaust tekið eftir eru kosningar í dag. Þung færð er víða og því um að gera að fara varlega í umferðinni. Nóg verður um að vera og margir flokkar með kosningakaffi og kosningavökur. Hér að neðan má sjá staðsetningar og tímasetningar. Ef fólk á eftir að gera upp hug sinn þá bendum við á Kosningakaffið þar sem hægt er að lesa pistla frá stjónmálaflokkunum ásamt Oddvitaspjöllum og fleira.
Flokkur fólksins verður með kosningakaffi milli kl. 12:00 og 18:00 í Skipagötu 5. Kosningavaka hefst á sama stað um kvöldið kl. 21:00.
Framsókn verður með kosningakaffi milli 14:30-17:00 í sal Rauðakrossins í Viðjulundi 3. Síðar um kvöldið, kl. 22:00, verður kosningavaka á gamla Pósthúsbarnum við Skipagötu.
Miðflokkurinn verður með kosningakaffi á Vitanum í Strandgötu 53, milli kl. 13:00 og 16:00. Um kvöldið hefst kosningavaka kl. 20:30, á sama stað.
Samfylkingin verður með kosningakaffi í sal Hjálpræðishersins, Hrísalund 1a, milli kl. 14.00 og 17.00. Kosningavakan verður í Sunnuhlíð 12 frá kl. 22.00-01:30.
Sjálfstæðisflokkurinn verður með kosningakaffi í Geislagötu 5 (fyrrum húsnæði Arion banka) milli kl. 10:00 og 17:00. Kosningavaka hefst á sama stað kl. 21:30.
Sósíalistaflokkurinn verður með kosningakaffi á Kaffi Ilmi kl. 14:00.
Vinstri Græn verður með kosningakaffi í Brekkugötu 7, frá kl. 11:00 – 17:00 og hefst kosningavaka þar kl. 21:00.
Viðreisn verður með kosningkaffi að Hvannavöllum 10 (fyrrum húsnæði Hjálpræðishersins) frá kl. 13:00 – 17.00. Kosningavaka hefst kl. 21:00 á sama stað.
Ef þú hefur athugasemdir vegna listans endilega hafðu samband á kaffid@kaffid.is
UMMÆLI