Í fyrsta skipti í 45 ár teflir Þór nú fram liði í efstu deild kvenna í körfubolta. Stelpurnar urðu í 2. sæti 1. deildar í vor og unnu sér inn sæti í Subway-deildinni.
Keppni í Subway-deildinni hefst á morgun með heimaleik Þórs gegn Stjörnunni, en þessi lið börðust í vor um sigur í 1. deildinni og hafði Stjarnan sigur í oddaleik eftir skemmtilegar viðureignir.
Daníel Andri Halldórsson verður áfram þjálfari liðsins, en hann átti stóran þátt í að koma liðinu af stað aftur eftir að Þór tefldi ekki fram kvennaliði leiktíðirnar 2019-2020 og 2020-21 og hefur þjálfað liðið frá því það var endurvakið. Núna í haust var Hlynur Freyr Einarsson ráðinn aðstoðarþjálfari liðsins.
Nánari umfjöllun um liðið má finna á vef Þórs þar sem er rætt við Daníel Andra um komandi tímabil.
- Deild: Subway-deild kvenna
- Leikur: Þór – Stjarnan
- Staður: Íþróttahöllin á Akureyri
- Dagur: Þriðjudagur 26. september
- Tími: 18:15
UMMÆLI