NTC

Frjókorn tvöfalt fleiri á árinu en síðastliðin ár

Lystigarðurinn á Akureyri.

Akureyringar með frjókornaofnæmi hafa eflaust tekið eftir töluvert meiri ofnæmisviðbrögðum í sumar en ella ef marka má mælingar Náttúrufræðistofnunar Íslands. Þar kemur fram að ríflega tvöfalt fleiri frjókorn per rúmmetra gerðu vart við sig í sumar. Ástæður fjölgunarinnar eru taldar vera vegna hærra hitastigs í maí, júlí og september í samanburði við fyrri ár.

Náttúrufræðistofnun birti samantekt á frjómælingum á Akureyri og Garðabæ í sumar þar sem flest frjókorn mældust í júní, eða 44%. Þá mældust 3.112 frjó á hvern rúmmetra í Garðabæ meðan að 7.549 frjó á hvern rúmmetra mældust á Akureyri. Það er ríflega tvöfalft meira en áður mælt meðaltal á Akureyri.

Meðalhiti á Akureyri í sumar var yfir meðallagi í öllum mánuðum mælitímabilsins, nema í júní og ágúst, í samanburði við sl. tíu ár. Þá var úrkoma einnig meiri í öllum mánuðum, nema júní og júlí, í samanburði við sl. tíu ár. Þessar hitatölur eru taldar skýra frjókornaaukninguna að einhverju leyti því þrátt fyrir aukna úrkomu var mikil frjódreifing þegar þurrt var eins og kemur fram í yfirliti Náttúrufræðistofnunar.

Sambíó

UMMÆLI