NTC

Framboðslisti Sósíalistaflokksins kominn á hreintLjósmynd: Sósíalistaflokkur Íslands.

Framboðslisti Sósíalistaflokksins kominn á hreint

Framboðslisti Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar liggur nú fyrir í heild sinni. Flokkurinn greindi frá því í fyrradag að Þorsteinn Bergsson, rithöfundur og þýðandi, myndi leiða listann. Lokafrestur til þess að skila inn framboðslistum rann út klukkan tólf í dag og liggur því listinn nú fyrir. Ari Orrason, umsjónarmaður félagsmiðstöðvar, skipar annað sætið og Saga Unnsteinsdóttir, listahöfundur, skipar það þriðja. Listann í heild sinni má skoða hér að neðan.

Framboðslisti Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi:

  1. Þorsteinn Bergsson, þýðandi og rithöfundur
  2. Ari Orrason, umsjónarmaður félagsmiðstöðvar
  3. Saga Unnsteinsdóttir, listahöfundur
  4. Jón Þór Sigurðsson, hrossaræktandi
  5. Kristinn Hannesson, verkamaður
  6. Lilja Björg Jónsdóttir, öryrki
  7. Sigurður Snæbjörn Stefánsson, kennari/fornleifafræðingur
  8. Líney Marsibil Guðrúnardóttir, öryrki
  9. Haraldur Ingi Haraldsson, eftirlaunamaður
  10. Ása Ernudóttir, nemi
  11. Natan Leó Arnarsson, stuðningsfulltrúi
  12. Ása Þorsteinsdóttir, námsmaður
  13. Gísli Sigurjón Samúelsson, verkamaður
  14. Unnur María Máney Bergsveinsdóttir, sviðslistakona
  15. Elvar Freyr Fossdal Sigfússon, námsmaður
  16. Jonas Hrafn Klitgaard, húsasmiður
  17. Ásdís Thoroddsen, kvikmyndaframleiðandi
  18. Nökkvi Þór Ægisson, rafvirki
  19. Ari Sigurjónsson, sjómaður
  20. Hildur María Hansdóttir, listakona
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó