NTC

Framboðslisti Pírata – Theodór leiðir áfram listann en eitt nýtt nafn í efstu fimm sætumLjósmynd: Píratar

Framboðslisti Pírata – Theodór leiðir áfram listann en eitt nýtt nafn í efstu fimm sætum

Framboðslisti Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar liggur nú fyrir í heild sinni. Theodór Ingi Ólafsson, forstöðumaður, er í efsta sæti listans og Adda Steina Haraldsdóttir, þroskaþjálfi og menningarmiðlari, er í öðru sæti. Viktor Traustason, síldarfrystir og fyrrum forsetaframbjóðandi, skipar það þriðja. Heiðurssætið skipar Skúli Björnsson, sjálfstætt starfandi eftirlaunaþegi.

Píratar fara aðra leið að því að stilla upp á sínum framboðslistum en aðrir flokkar, en þeir kjósa frambjóðendur sína í rafrænu prófkjöri. Prófkjörið er bindandi fyrir efstu fimm sæti listans, en þau sem kjörin eru hafa þó val um að afþakka sætið. Prófkjör pírata átti sér stað þann 21. október síðastliðinn og greindi Kaffið frá niðurstöðum þess daginn eftir.

Sá munur er á niðurstöðum prófkjörsins og efstu fimm sætum á framboðslista að Rúnar Gunnarsson, sem hlaut fjórða sæti í prófkjörinu, er ekki á lista. Píratar staðfestu við Kaffið að Rúnar hafi afþakkað sætið. Í hans stað skipar Guðrún Ágústa Þórdísardóttir, sem endaði í fimmta sæti í prófkjörinu, fjórða sætið á framboðslistanum. Aðalbjörn Jóhannsson færist svo upp í fimmta sæti á listanum í hennar stað, en hann var í sjötta sæti í prófkjörinu.

Framboðslisti Pírata í Norðausturkjördæmi:

  1. Theodór Ingi Ólafsson, forstöðumaður
  2. Adda Steina Haraldsdóttir, þroskaþjálfi og menningarmiðlari
  3. Viktor Traustason, síldarfrystir
  4. Guðrún Ágústa Þórdísardóttir, rekstrarfræðingur
  5. Aðalbjörn Jóhannsson, háskólanemi
  6. Júlíus Blómkvist Friðriksson, sölufulltrúi
  7. Lena Sólborg Valgarðsdóttir, leikskólastjóri
  8. Bjarni Arason, framkvæmdastjóri og verkstjóri
  9. Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, framhaldskólakennari
  10. Ragnar Elías Ólafsson, þveræingagoði og innkaupastjóri
  11. Erna Sigrún Hallgrímsdóttir, myndmenntakennari
  12. Gunnar Eyfjörð Ómarsson, eigandi goHusky
  13. Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir, tónskáld
  14. Sæmundur Ámundason, ferðafræðingur
  15. Helga Ósk Helgadóttirz, kerfisfræðingur
  16. Hans Jónsson, öryrki
  17. Rakel Snorradóttir, deildarstjóri á leikskóla
  18. Tinna Heimisdóttir, forstöðukona
  19. Kristín Helga Sól Þorleifsdóttir, háskólanemi
  20. Skúli Björnsson, sjálfstætt starfandi eftirlaunaþegi
Sambíó

UMMÆLI