Framsókn

Framboðslisti Flokks fólksins liggur fyrir – Sigurjón, Katrín og Sigurður leiðaLjósmynd: Flokkur Fólksins

Framboðslisti Flokks fólksins liggur fyrir – Sigurjón, Katrín og Sigurður leiða

Sigurjón Þórðarson líffræðingur mun leiða lista Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Hann starfar sem framkvæmdastjóri hjá heilbrigðiseftirlitinu og sat á Alþingi árin 2003-2007. Sigurjón hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, hefur setið í sveitarstjórn og unnið fjölbreytt störf, þar á meðal á sjó. Katrín Sif Árnadóttir þjálfari og varaþingmaður flokksins skipar 2. sæti listans og Sigurður H. Ingimarsson tónlistarkennari er í 3. sæti. Tinna Guðmundsdóttir sjúkraliðanemi skipar 4. sæti listans. Þetta segir í tilkynningu frá flokknum fyrir skömmu. Flokkurinn hafði áður greint frá oddvitasætinu í kjördæminu en framboðslisti í heild sinni var fyrst opinberaður í tilkynningunni í dag.

Framboðslisti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi:

1. Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri, Siglufirði

2. Katrín Sif Árnadóttir, þjálfari, Dalvík

3. Sigurður H. Ingimarsson, tónlistarkennari, Akureyri

4. Tinna Guðmundsdóttir, sjúkraliðanemi, Akureyri

5. Sigurður Vikar Karlsson, álversstarfsmaður Alcoa, Egilsstöðum

6. Bjarni Reykjalín Magnússon, útgerðarmaður, Grímsey

7. Ásdís Árnadóttir, eldri borgari, Akureyri

8. Guðni Þórir Jóhannsson, sjómaður, Djúpavogi

9. Ida Night Ingadóttir, sjúkrahússtarfsmaður, Húsavík

10. Ingþór Eide Guðjónsson, öryrki, Stöðvarfirði

11. Ásta G Hafberg Sigmundsdóttir, markaðsstjóri, Hörgársveit

12. Guðjón Freyr Ragnarsson, sjómaður, Akureyri

13. Hilmar Daníel Valgeirsson, Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar, Siglufirði

14. Linda Viðarsdóttir, matráður, Stöðvarfirði

15. Þorleifur Albert Reimarsson, stýrimaður, Dalvík

16. Aðalbjörg Júlía Árnadóttir, öryrki, Egilsstöðum

17. Einar Emil Pálsson, framleiðslustarfsmaður, Ólafsfirði

18. Arlene Velos Reyes, saumakona, Akureyri

19. Júlíana Kristín Ástvaldsdóttir, húsmóðir, Akureyri

20. Snjólaug Ásta Sigurfinnsdóttir, umsjónarmaður, Ólafsfirði

VG

UMMÆLI

Sambíó