NTC

Frá Barokki til Bítlanna

Frá Barokki til Bítlanna

Málmblásaradeild Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands ásamt slagverksleikara flytja metnaðarfulla efnisskrá sem Vilhjálmur Sigurðarson trompetleikari hefur valið saman. 

Verkin eru afar fjölbreytt, allt frá hátíðlegum lúðragjöllum, björtum og hressandi barokk verkum yfir í dægurlög Bítlana. Meðal annars verður fluttur sálmurinn Heyr Himna Smiður eftir Þorkell Sigurbjörnsson, Ungverskur mars eftir Hector Berlioz, Dans Anítu eftir E.Grieg og Faschinating Rythm eftir George Gershwin.

Tónleikarnir fara fram 13. mars næstkomandi í kammersal Hofs sem kallaður er Hamrar og hefjast kl. 16.

Sambíó

UMMÆLI