NTC

Flytja kvikmyndatónlist Ennio Morricone í Listasafninu á Akureyri

Flytja kvikmyndatónlist Ennio Morricone í Listasafninu á Akureyri

Laugardaginn 30. apríl næstkomandi munu þau Daniele Basini, Jón Þorsteinn Reynisson og Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir flytja kvikmyndatónskáldsins ástsæla Ennio Morricone, í útsetningum Daniele Basini.

Tónleikarnir fara fram í Listasafninu á Akureyri, þar sem leikin verður tónlist úr kvikmyndum á borð við Nuovo Cinema Paradiso, Once upon a time in America, og nokkrum góðum spaghettí-vestrum.

Myndskeiðum úr bíómyndum Sergios Leone og Giuseppes Tornatore verður varpað á vegginn á meðan tónleikunum stendur. Nemendur úr tónlistar- og myndlistarskólum fá frítt inn.

Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra, Listasafniu á Akureyri og det italienske kulturinstitutt i oslo.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó