Gæludýr.is

Fjórir sveinar frá VMA heiðraðir af Iðnaðarmannafélagi Reykjavíkur

Fjórir sveinar frá VMA heiðraðir af Iðnaðarmannafélagi Reykjavíkur

Fjórir nýútskrifaðir sveinar frá Verkmenntaskólanum á Akureyri voru heiðraðir af Iðnaðarmannafélagi Reykjavíkur fyrir framúrskarandi árangur á sveinsprófi. Meistarar þeirra voru sömuleiðis heiðraðir fyrir þeirra leiðsögn og kennslu.

Nýsveinarnir voru allir úr sitthvorum greinunum og voru ýmist sæmdir brons- og silfurverðlaunum félagsins. Nýsveinarnir sem voru heiðraðir komu úr ólíkum áttum, rafvirkjun, rafeindavirkjun og framreiðslu.

Ágúst Óli Ólafsson, úr rafvirkjun, og meistari hans Guðmundur Ingi Geirsson fengu bronsverðlaun. Breki Mikael Adamsson, rafeindavirkjun, og meitarinn Ari Baldursson hlutu einnig bronsverðlaun. Silfurverðlaun fengu Einar Örn Ásgeirsson, og meistarinn Ari Baldursson, í rafeindavirkjun og Monika Sól Jóhannsdóttir og meistarinn Ingibjörg Bergmann Bragadóttir fyrir framleiðslu. Hér að neðan má sjá allra verðlaunahafa.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó