NTC

Fjölbreytt sólgleraugnatíska í ár

Fjölbreytt sólgleraugnatíska í ár

„Tískan fer alltaf í hringi og það er í raun ótrúlega margt í gangi núna. Klassísk sólgleraugu seljast samt alltaf lang best því þegar fólk kaupir dýr og vönduð sólgleraugu þá vill það að þau endist lengi,“ segir Guðrún Björnsdóttir, verslunarstjóri hjá Gleraugnasölunni Geisla á Glerártorgi.

Þrátt fyrir að sumarið hafi verið svolítið óútreiknanlegt hvað sólardaga varðar á Akureyri þá hefur samt sem áður verið ágætis sala í sólgleraugum hjá Geisla. Verslunin hefur verið með tilboð í gangi fyrir alla þá sem kaupa gleraugu með sjóngleri en með í kaupunum fylgja frí heillituð sólgler í fjærstyrk. Margir hafa því notað tækifærið og fengið sér sólgleraugu um leið og sjóngleraugun eru uppfærð.

„Góð sólgleraugu endast betur heldur en sólgleraugu sem keypt eru á næstu bensínstöð. Gæðin eru auðvitað allt önnur en einnig er margsannað að fólk hugsar ósjálfrátt betur um vönduð sólgleraugu,“ segir Guðrún en nánar er rætt við hana um gleraugnatískuna á vef Glerártorgs.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó