Það verður líf og fjör í Hofi á sumardaginn fyrsta, þann 24 apríl ,frá kl. 13-15. Fjölbreytt dagskrá verður í boði fyrir alla fjölskylduna . Viðburðirnir eru styrktir af Barnamenningarsjóði Akureyrar.
- Búningasmiðja (Hamragil, kl. 13-15): Hægt verður að prófa búninga úr verkum Leikfélags Akureyrar og taka mynd af sér.
- Kan(l)ínudans (Hamrar, kl. 13): Orkumikið dansleikhús fyrir börn (4-10 ára) og fjölskyldur. Tvær kanínur leika í leit að tengingu og í lok smiðjunnar verður boðið upp á frjálsan dans undir þeirra leiðsögn.
- Brot af tónleikunum „Teiknimyndalögin okkar“ (Hamragil, kl. 13:30): Syngdu með uppáhalds teiknimyndalögum Jónínu og Þórðar.
- Tískusýning CRANZ (Naust, kl. 14): Ungir hönnuðir sýna endurunnin föt sem hafa vakið verðskuldaða athygli.
- Leitin að regnboganum (Hamrar, kl. 14:30): Dans- og tónlistarsmiðja fyrir börn (3-6 ára) þar sem unnið er með hreyfingu, litríka tjáningu og sköpunarkraft.
- Far Fest Afrika (Hamragil, kl. 14:30): Afrísk dans- og trommugleði fyrir alla fjölskylduna.