Evrópuævintýri KA heldur áfram

Evrópuævintýri KA heldur áfram

Knattspyrnulið KA er komið áfram í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hana unnið samanlagt 5-3 gegn írska liðinu Dundalk í tveimur leikjum.

Liðin mættust í Írlandi í gærkvöldi og leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Jóan Símun Edmundsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson gerðu mörk KA í leiknum.

Í síðustu viku vann KA viðureign liðanna á Íslandi 3-1 og liðið fer því nokkuð örugglega áfram í næstu umferð.

KA mætir belgíska stórliðinu Club Brugge í næstu umferð en Club Brugge komst alla leið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Leikirnir gegn Club Brugge spilast 10. og 17. ágúst.

KA vann fyrstu umferð sína í forkeppni Sambandsdeildarinnar gegn Connah’s Quay Nomads. Sú viðureign endaði samtals 4-0 fyrir KA mönnum eftir 2-0 sigra á heimavelli og útivelli.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó