NTC

En að nenna þessu

Þetta er aðsendur pistill. Ef að það leynist penni innra með þér eða eitthvað brennur sérstaklega á þér um málefni líðandi stundar, komandi stundar eða liðinnar stundar, þá skaltu ekki hika við að senda á okkur fyrirspurn. Hvort sem um er að ræða frétt, afþreyingarefni, pistil eða annað sem þér dettur í hug getur þú sent það á kaffid@kaffid.is eða hafa samband á Facebook síðunni okkar.

 

Gunnlaugur Víðir GuðmundssonGunnlaugur Víðir Guðmundsson skrifar:

Líkaminn minn er oft ekki sammála því sem mig langar að gera og hef ég verið flokkaður sem síðri en þið hin sem eruð í A-flokki.

Akkúrat meðan vekjaraklukkan hringir er andlega hliðin á mér líka í B-flokki og þið sem eruð að treysta á mig megið fokka ykkur. En þegar ég hef náð meðvitund um 11 leytið þá er ég með ýmsar hugmyndir.

Mér hefur reyndar alltaf fundist fólk sem hreykir sig af því að fara snemma á fætur vera í leiðinni að viðurkenna að þeim finnist það erfitt því annars væri ekki um afrek að ræða. Í raun væri hægt að flokka það sem hræsnara en jákvæðari nálgun væri að þau eigi þá hrósið skilið.

Það á svo sem heldur ekki allt að vera létt en hin eilífa barátta teygir sig víða. Stundum þegar ég verð svangur hellist yfir mig valkvíði, ég veit ekki hvað er erfiðast, að velja eitthvað að borða, vera svangur eða græja matinn, nenni ég að pissa? Ég hef eitt nokkrum kvöldstundum í að velja mynd fyrir ólöglegt niðurhal og endað á 2 Futurama þáttum. Ég hef þurft að þola hroka frá fólki sem dregur í efa ræktarplön sem innihalda mikið spjall. Djúpstæðari áhrif þessarar baráttu er þegar líkaminn sigrar og ég fresta verkefnum og gefandi hlutum fyrir það að liggja í sófanum. Það leiðir af sér samviskubit. Það leiðir sjálfkrafa af sér uppgöngu meðvitundar minnar.

En til að þessi stutta grein verði ekki andlegur leiðarvísir ætla ég að henda í ykkur kenningu. Ég held að mannslíkaminn sé gerður til að spara orku þegar það er möguleiki. Þetta er kerfi gert fyrir náttúruna en ekki íbúðir. Matur sem inniheldur mikla orku er betri á bragðið og liggja er betra en að standa. Krókódíll er gott dæmi um þetta kerfi en hann er aftur á móti efir því sem ég best veit ekki að díla við háfleygar hugmyndir um tilgang sinn. Njótum þess að gera og vera löt.

Niðurstaðan á þessu er óljós, ég nenni ekki að spá meira í þessu, ætla að leggja mig.

Sambíó

UMMÆLI