Elmar Íslandsmeistari þriðja árið í röð

Elmar Íslandsmeistari þriðja árið í röð

Elmar Freyr Aðalheiðarson varð í gær Íslandsmeistari í +92 kílógramma flokki karla í hnefaleikum. Þetta er þriðja árið í röð sem að Elmar vinnur Íslandsmeistaratitil.

Elmar sem keppir fyrir hönd Hnefaleikadeildar Þórs mætti Magnúsi Kolbirni úr Hnefaleikafélag Kópavogs í úrslitum.

„Þeir sýndu hvers þungavigtar boxarar eru megnugir og á kafla nötraði allur hringurinn. Viðureignin var jöfn og spennandi og tvísýnt að allar loturnar yrðu farnar. En þeir bitu á jaxlinn og skiptust á höggum allt loka. Við Þökkum Magnúsi fyrir ótrúlega skemmtilega viðureign og Óskum Elmari til hamingju með árangurin,“ segir í tilkynningu frá Hnefaleikadeild Þórs.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó