Styrktarsjóður ELKO gaf lyfjadeild SAk sjónvarp og veggfestingu í nýtt aðstandendaherbergi sem verið er að endurbæta. Sólveig Hulda Valgeirsdóttir aðstoðardeildarstjóri tók við gjöfinni ásamt Karli Ólafi Hinriksyni verkstjóra húsumsjónar. Sara Hlín Hauksdóttir, starfsmaður ELKO á Akureyri, afhenti gjöfina í herberginu í dag.
UMMÆLI