Skiptafundur á þrotabúi Niceair fór fram í síðustu viku. Í umföllun mbl.is um málið segir að kröfuhafar hafi ekki fengið neina fjármuni endurgreidda þar sem þrotabúið var eignalaust.
Samkvæmt kröfuskrá lýstu kröfuhafar samtals 184 milljónum króna í þrotabúið, þar af voru forgangskröfur um 32,5 milljónir, almennar kröfur 144 milljónir og eftirstæðar kröfur rúmar 1,6 milljónir.
Í apríl 2023 aflýsti norðlenska flugfélagið öllu flugi og í lok þess mánaðar var öllu starfsfólki sagt upp og sótt um gjaldþrotaskipti í maí sama ár.