Ekkert fékkst úr þrotabúi Niceair

Ekkert fékkst úr þrotabúi Niceair

Skiptafundur á þrotabúi Niceair fór fram í síðustu viku. Í umföllun mbl.is um málið segir að kröfuhafar hafi ekki fengið neina fjármuni endurgreidda þar sem þrotabúið var eignalaust.

Sam­kvæmt kröfu­skrá lýstu kröfu­haf­ar sam­tals 184 millj­ón­um króna í þrota­búið, þar af voru for­gangs­kröf­ur um 32,5 millj­ón­ir, al­menn­ar kröf­ur 144 millj­ón­ir og eft­ir­stæðar kröf­ur rúm­ar 1,6 millj­ón­ir.

Í apríl 2023 af­lýsti norðlenska flugfé­lagið öllu flugi og í lok þess mánaðar var öllu starfs­fólki sagt upp og sótt um gjaldþrota­skipti í maí sama ár.

Nánar á mbl.is

Sambíó
Sambíó