Einn strigi, eitt tækifæri, ein mynd í Hofi

Einn strigi, eitt tækifæri, ein mynd í Hofi

Myndlistarsýningin Einn strigi, eitt tækifæri, ein mynd stendur yfir í Menningarhúsinu Hofi. Sýningin stendur til 10. maí og er hluti af Barnamenningarhátíð á Akureyri.  Strákaklúbbur félagsmiðstöðva Akureyrar stendur að sýningunni en í klúbbnum eru drengir 13-16 ára úr fimm grunnskólum á Akureyri.

„Tilgangurinn er að sýna fram á að allir geti skapað og búið til listaverk. Eins og nafn sýningarinnar gefur til kynna fengu strákarnir engan undirbúning og aðeins eitt tækifæri til að mála listaverk. Afraksturinn var frábær þar sem  myndirnar koma beint frá hjartanu, óheflaðar og eru mjög fjölbreyttar,“ segir í tilkynningu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó