Í sjötta og nýjasta þætti Kona er nefnd ræða þær Silja Björk og Tinna um þrjár konur sem eiga það sameiginlegt að vera miklar baráttukonur fyrir réttindum transfólks. Þetta eru þær Marsha P. Johnson, Sylvia Rivera og Laverne Cox.
Þær Marsha og Sylvia voru öflugar í fyrstu mótmælum og hreyfingum í kringum réttindi hinsegin fólks og Laverne er nútímabaráttukona sem kallar ekki allt ömmu sína. Hlustið á nýjasta þáttinn af Kona er nefnd á öllum helstu hlaðvarpsveitum eða hér að neðan í gegnum Spotify.
UMMÆLI