Líkt og venjan er á Sumardaginn fyrsta fer Vorkoma Akureyrarbæjar fram í dag. Á þessum árlega viðburðir veitir Akureyrarbær hinar ýmsu viðurkenningar, auk þess sem tilkynnt er um bæjarlistamann ársins sem og sumarlistamann Akureyarbæjar. Vorkoman hófst klukkan 17:00 og er að þessu sinni haldin í Menningarhúsinu Hofi. Blaðamaður Kaffisins er á staðnum og fluttar verða fréttir af viðburðinum á meðan á honum stendur.
Myndlistar- og tónlistarmaðurinn Egill Logi Jónasson, einnig þekktur sem Drengurinn Fengurinn, er Bæjarlistamaður Akureyrarbæjar 2025.
Finnur Friðrikssson veitti Agli verðlaunin og sagði sýningu Egils, „Þitt besta er ekki nóg,“ hafa haft mikil áhrif. Í þakkarræðu sinni þakkaði Egill bæði foreldrum sínum og Akureyrarbæ fyrir stuðninginn. Egill tilheyrir Kaktus, samfélagi ungra listamanna á Akureyri.