NTC

„Ég var ekki vond mamma, ég var rosalega veik mamma.”

Lísa Rún Guðnýjardóttir

Lísa Rún Guðnýjardóttir

Lísa Rún Guðnýjardóttir birti í gærkvöldi ansi opinskáan og áhugaverðan pistil á Facebook síðu sinni. Í pistlinum talar Lísa um baráttu sína við þunglyndi og kvíða og hvernig sé að ala upp barn samhliða þessum veikindum. Við fengum góðfúslegt leyfi frá Lísu til að birta pistilinn.

Lísa Rún Guðnýjardóttir skrifar:

Var að enda við að horfa á þátt sem heitir Bara geðveik, og það skildi eftir í mér brjálaða þörf til að tjá mig.

Ég er greind þunglynd og með kvíðaröskun, stundum fer ég uppá geðdeild en ég reyni alltaf að leggja bílnum mínum þannig að fólk sem ég þekki sjái hann ekki þegar það keyrir frammhjá, afhverju? Afþví ég vil ekki að fólk haldi að ég sé geðveik, að ég sé mamma og geðveik? Greyið barnið mitt.

En þökk sé geðdeildar og fólksins sem hefur aðstoðað mig þarf ekki að segjaþað, ekki lengur. Ég bað fyrst um hjálp ekki fyrir svo löngu, þá var ég búin að sitja og skammast mín fyrir að líða svona alltof lengi, mamma búin að nöldra í mér alltof lengi. Fyrst eftir að dóttir mín fæddist hugsaði mamma mín um hana fyrir mig, nema þegar mamma fór í sund 2svar í viku þá var ég ein með hana, og satt að segja þá dauðkveið mig fyrir því. Afþví að ég var ekki hæf, hún hefði það betra án mín, þið trúið ekki því sem fór í gegnum hausinn á mér, trúi því varla sjálf þegar ég hugsa til baka. Ég er ekki vond mamma, ég var rosalega veik mamma. Reyndar er ég ennþá veik, og verð eflaust alltaf. Fyrir nokkrum dögum var ég á stað þar sem var verið að ræða þunglyndi. Án þess að meina neitt illt með því minntist einstaklingur á þunglinda einstaklinga sem kannski ekki beint fólkið sem maður ætti að treysta. Það var í fyrsta skipti sem ég sagði innan um fólk sem er ekki í mínum nánasta hring að ég væri þunglynd og ég væri ekkert verri en aðrir. Djöfull var gott að segja það upphátt.

Stundum þarf mamma mín að skutla dóttur minni á leikskólan, og eyða degi með henni einfaldlega afþví ég kemst ekki frammúr, það er ekki afþví ég er löt eða nenni ekki. Ég er þá bara að eiga slæman dag, minn er bara aðeins verri en hjá flestum. Ég er samt ekkert verri manneskja fyrir vikið.

Veturinn er að koma, honum fylgir því miður myrkrið og því fylgir oft mikið þunglyndi hjá því miður alltof mörgum. Verum vakandi fyrir fólkinu í kringum okkur, stundum hjálpar eitt knús eða einfaldlega að segja manneskju eitthvað sem þau þurfa að heyra.

Þessi þáttur og myrkið gerðu mig eitthvað meyra og mig langaði að skrifa þetta, á sama tíma og mig kvíður viðbrögðum létti ótrúlega við að skrifa þetta. Sorry memmig.

VG

UMMÆLI