NTC

Cruelty-free snyrtivörur

Þessi pistill birtist upphaflega á www.svonablogg.wordpress.com.

Hildur Þórbjörg Ármannsdóttir skrifar:

Nýlega tók ég þá ákvörðun að kaupa einungis cruelty free snyrtivörur.
Fyrst hélt ég að úrvalið væri mjög lítið þar til ég fór að skoða hvaða vörumerki prófa ekki á dýrum. Það kom mér á óvart hvað það er í raun mikið af cruelty free vörum í boði og langar mig með þessari færslu að sýna fram á hvað það er auðvelt að sniðganga þau fyrirtæki sem prófa á sætum saklausum dýrum. Ég ætla ekkert að fara nánar út í þessar prófanir en þeir sem eru hugrakkir geta kíkt á youtube og leitað að “animal testing”. Ég hef aldrei þorað/getað horft á svona myndbönd en ég sá að VICE (mjög töff channel með s
tuttar heimildamyndir o.fl.) er með myndband um þetta.

Aðal ástæðan fyrir því að fyrirtæki prófa á dýrum er að Kína
er með það skilyrði að allar innfluttar snyrtivörur sem fara í sölu á kínverskum markaði þurfa að vera prófaðar á dýrum. Mörgum finnst þau merki sem prófa á dýrum (þá fyrir kínverskan markað) í rauninni vera cruelty free því þau prófa ekki á dýrum annar staðar. Þessu get ég bara ekki verið sammála. Mér er sama hvar vörurnar eru seldar, ef fyrirtækið tekur vitandi þátt í að prófa vörurnar sínar á dýrum getur það ekki talist cruelty free í mínum huga.

Þegar ég fór að leita mér upplýsinga um þetta allt saman sá ég að snyrtivörumerkin sem eru CF eru oftar en ekki með gott úrval af vegan vörum líka, ss vörur sem innihalda engar dýraafurðir. Ég notaði mest síðuna Cruelty Free Kitty til að finna lista yfir fyrirtækin en síðan eru PETA og Leaping Bunny líka með þetta á hreinu.

Ég ætla ekkert að flækja þetta neitt meira og ætla að lista merkin sem prófa ekki á dýrum og hvar hægt er að fá vörurnar á Íslandi. Þar fyrir neðan tel ég líka upp nokkur merki sem prófa á dýrum. (listarnir eru ekki tæmandi)

Fotia.is er einungis með CF vörur:

Barry M
First Aid Beauty
Eye of Horus
Gerard Cosmetics
Koko Lashes
L.A Girl
Lit Cosmetics
Makeup Revolution
Mario Badescu
Morphe Brushes
Ofra Cosmetics
Sigma Beauty

Merkin á Nola.is eru einnig CF:

Anastasia Beverly Hills
Skyn Iceland (vegan)
Herbivore Botanicals (vegan)
Karuna
Modelrocks
ILIA
Embryolisse
Nabla (vegan)

Haustfjörð.is býður upp á CF vörur:
Milani
Sleek
La Splash
Crown Brush
Eye Kandy
ILNP
LipHybirds
Makeup Addiction
Certifeye

Shine.is er CF:
e.l.f.
Physicians Formula
Wet n Wild
Juvia’s Place
Z Palette
BeBella
Blvd Cosmetics
MUA Makeup Academy
City Color
Sedona Lace
Jesse’s Girl
Jordana

Allt inn á Alena.is er CF:
Mr. Blanc
Hairburst
The Coffee Scrub
Skinny Bunny
Cailyn Cosmetics
Lash XO
Rå Oils
Mermaid
Brite Organix
BEING
Crown

Real Tecniques (vegan) – fæst m.a. í Hagkaup og mörgum apótekum
Maria Nila (vegan) – fæst á helstu hágreiðslustofum
Gosh – fæst t.d. í Hagkaup
Nip + fab – fæst t.d. í Hagkaup og Lyfju
Purity Herbs – fæst m.a. í Heilsuhúsinu
Make Up Store – Smáralind

Eftirfarandi merki eru CF en eru í eigu stærri fyrirtækja sem prófa á dýrum (s.s. sem selja í Kína)

Urban Decay (L’Oréal) – væntanlegt til Íslands í nóvember skilst mér
The Body Shop (L’Oréal)
NYX – (L’Oréal) fæst hér
Burt’s Bees (Clorox) – fæst í sumum apótekum
Aveda (Estée Lauder) – eru CF en segja inni á síðunni sinni að þau munu prófa ef þess þarf (selja ekki í Kína)
Smashbox (Estée Lauder) – eru CF en munu samt prófa á dýrum ef þess þarf (selja ekki í Kína)

Ég ætla að enda þessa upptalningu hér. Eins og þið sjáið er mikið í boði ef maður kýs að fara CF leiðina (ég vil samt hvetja alla til að a.m.k. gefa því séns) en síðan er það bara hvers og eins að ákveða hvort maður vill kaupa vörur hjá aðilum eins og Smashbox og Aveda. Sumar síður telja þau ekki vera CF á meðan PETA t.d. telur þau vera það. Ég mun allaveganna halda viðskiptum mínum við Body Shop.

Fleiri merki sem eru CF má finna hér.

Hér er einnig grjótharður listi frá Leaping Bunny sem inniheldur sjúklega langan lista af CF merkjum.

Hér eru nokkur fyrirtæki sem eru með vörurnar sínar í Kína þar sem prófað er á dýrum. Teljast þ.a.l. ekki sem CF :
Maybelline, L’Oréal, Rimmel, MAC , EOS, Morrocanoil,  Shiseido, Estée Lauder, Clinique, Lancôme, OPI, Benefit, Yves Saint Laurent, Clarisonic, L’Occitane, Neutrogena, Nivea, Origins, Vaseline, Organix., Stila, Sephora (vörumerkið).

Ég tók saman svona þessi helstu merki en fleiri merki sem prófa á dýrum má finna á Cruelty Free Kitty.

Ég ætla að enda þetta á mynd af því snyrtidóti sem ég á sem er CF (svona til þess að hafa eitthvað myndrænt og skemmtilegt). Það kom mér skemmtilega á óvart hvað stór partur af því sem ég á nú þegar er CF.

2016-09-26-15-02-552016-09-26-15-02-372016-09-26-15-02-44-12016-09-26-15-04-37-1

Sambíó

UMMÆLI