Bryndís Rún og Anna Soffía með gull á smáþjóðaleikunum

Bryndís Rún Hansen

Smáþjóðaleikarnir 2017 fara fram í San Marínó 29. maí- 3. júní. Ísland sendir stóran hóp þátttakenda. Keppt verður í borðtennis, blaki, strandblaki, frjálsíþróttum, körfuknattleik, júdó, skotíþróttum, sundi, tennis, bogfimi, bowls og hjólreiðum.

Þátttökurétt eiga þjóðir með íbúatölu undir einni milljón. Þessar þjóðir eru: Andorra, Ísland, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborg, Malta, Mónakó og San Marínó.

Anna Soffía Víkingsdóttir keppir fyrir Íslands hönd í júdó og vann gull í dag. Anna Soffía æfir júdó með Júdódeild Draupnis á Akureyri. Í gær sigraði Bryndís Rún Hansen í 100m  skriðsundi. Bryndís Rún er skráð í Sundfélagið Óðinn á Akureyri.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó