Bryndís Rún komin með fimm gullverðlaun

Bryndís Rún Hansen

Bryndís Rún Hansen, sundkona úr Óðni, heldur uppteknum hætti á Smáþjóðaleikunum sem fram fara í San Marínó þessa dagana. Kaffið hefur greint frá afrekum hennar undanfarna daga og Bryndís hélt áfram að sanka að sér gullverðlaunum á þriðja keppnisdegi, í gær.

Bryndís sigraði 50 metra skriðsund á tímanum 26,22 sekúndur og var hluti af sveit Íslands í 4×100 metra fjórsundi en þar hafði íslenska liðið, skipað Hrafnhildi Lúthersdóttur, Eygló Ósk Gústafsdóttur og Ingu Elínar Cryer auk Bryndísar mikla yfirburði. Þær syntu á 4:10,50 og voru 13 sekúndum á undan næsta liði sem var sveit Kýpur.

Hin 24 ára gamla Bryndís hefur því unnið öll sund sem hún hefur tekið þátt í á Smáþjóðaleikunum í ár.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó