Bríet og Sonja valdar í landsliðshóp U19Mynd/KSÍ

Bríet og Sonja valdar í landsliðshóp U19

Bríet Jóhannsdóttir og Sonja Björg Sigurðardóttir hafa verið valdar í landsliðshóp U19 í knattspyrnu sem spilar í 2. umferð undankeppni EM í byrjun apríl í Portúgal.

Bríet Jóhannsdóttir á að baki þrjá leiki með U19 landsliðinu, einn í undankeppni EM 2024 og tvo æfingaleiki gegn Skotum í febrúar. Bríet hefur spilað 51 leik í meistaraflokki með Þór/KA og skorað fimm mörk. Sonja Björg Sigurðardóttir spilaði þrjá leiki með U16 landsliði Íslands, á UEFA-móti 2022. Hún hefur spilað 61 leik í meistaraflokki fyrir Þór/KA, Völsung og Hamrana og skorað í þeim 24 mörk.

U19 landsliðshópurinn kemur saman til æfinga sunnudaginn 30. mars. Þórður Þórðarson er landsliðsþjálfari U19. Sjá má allan landsliðshópinn á vef KSÍ.

Sambíó
Sambíó