Fjölskylduráð Norðurþings fundaði í gær vegna beiðni um að breyta dagsetningu Mærudaga. Fjölmenningarfulltrúa var falið að skoða hvort aðrar dagsetningar kæmu til greina og var meðal annars leitað eftir afstöðu framkvæmdastjóra Mærudaga og stjórnar Íþróttafélagsins Völsungs, ásamt því að horfa til starfssemi Norðurþings.
Framkvæmdastjóri Mærudaga og stjórn Völsungs gerðu ekki athugasemdir um breytingu á tímasetningu hátíðarinnar.
Fjölskylduráð samþykkir að Mærudagshátíðin fari fram, til reynslu, helgina eftir verslunarmannahelgi. Mærudagar 2025 fara því fram 8.-10. ágúst. Eftir það verður ákvörðun varðandi framtíðartímasetningu hátíðarinnar endurskoðuð. Þetta kemur fram á vefsíðu Norðurþings.
UMMÆLI