NTC

Björgunarsveitin Súlur 25 ára í dagMynd/Súlur

Björgunarsveitin Súlur 25 ára í dag

Súlur, björgunarsveitin á Akureyri var stofnuð þann 30. október árið 1999 við sameiningu Hjálparsveit skáta Akureyri, Flugbjörgunarsveitarinnar á Akureyri og Sjóbjörgunarsveitar S.V.F.Í. á Akureyri. Í dag eru hátt í 200 fullgildir félagar í Súlum og um 125 manns á útkallsskrá. Í tilefni dagsins eru félagar úr sveitinni víðsvegar um bæinn að selja Neyðarkall ársins.

„Við hlökkum til að sjá ykkur á förnum vegi næstu daga og munum halda ótrauð áfram að stuðla að öryggi fólks“ segir á Facebook-síðu björgunarsveitarinnar.

VG

UMMÆLI

Sambíó